Ungmennaráð, tillaga, sjálfsvörn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1789
30. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaráði Allir hafa gott af því að kunna grunn í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir ákveðnar aðstæður og gott væri að setja það inn í íþróttakennslu í öllum skólum bæjarins. Íþróttakennsla í skólum er rosalega einhæf og allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi í íþróttum. Nýlegir atburðir sýnir okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram. Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því að allt getur gerst á okkar litla landi og við getum gert eitthvað í því. Að kenna sjálfsvörn myndi einnig auka öryggi og minnka hræðslu við að labba um götur landsins. Margir eru á móti því að kenna sjálfsvörn og segja að þetta muni auka ofbeldi en ég held því fram að það hafi einmitt öfug áhrif, ungmenni munu þá geta varið sig gagnvart ofbeldi. Ekki er ég að tala um að kenna mjög hættulega hluti enn grunnurinn er nauðsynlegur. Íþróttir kenna þér að kasta bolta og hlaupa þar til þú missir andann og krefst ég þess að kennt verði eitthvað sem er gagnlegt og gæti bjargað mannslíf.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs.

Tillagan er samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.