Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1819
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl. Svæðisskipulagsnefnd hefur unnið að breytingum að svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka á milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tilefni breytingarinnar eru áform Reykjavíkurborgar um færslu á starfssemi Björgunar, sem vinnur jarðefni til mannvirkjagerðar úr námum á sjávarbotni. Hrafnkell Proppé mætir til fundarins og kynnir fyrirhugaðar breytingar.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir framlagða breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 í samræmi við 3.mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint með vísan til 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 með 11 greiddum atkvæðum.