Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017 - Lyklafellslína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3489
5. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Kynntur úrskurður UUA, í máli nr. 84/2017.
Fulltrúar frá Landsneti, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri og Guðjón Axel Guðjónsson lögfræðingur, mættu til fundarins.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði sátu fundinn undir þessum lið.
Svar

Funarhlé gert kl. 8:45.
Fundi fram haldið kl. 8:51.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Landsnets leggi fram á næsta fundi ráðsins tímasetta áætlun um bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu sem liggur yfir Skarðshlíð og Hamranes. Ljóst er að flutningur á háspennulínum í hverfinu þolir ekki frekari bið. Því þarf að grípa til bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn.