Skipalón 3, ófrágengin lóð
Skipalón 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 658
25. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þann 19. september síðastliðinn var fyrirspurn bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar, vísað til skipulags- og byggingarráðs.
Lóðin Skipalón 3 var úthlutað 2005. Ekkert hefur verið byggt á lóðinni og er lóðin mikill lýtir í annars snyrtilegu hverfi. Hafa íbúar á Skipalóni 1 og 5 kvartað yfir ástandi lóðarinnar um nokkurn tíma sbr. bréf þessa efnis. Árið 2016 var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingu 2ja hæða 6 íbúða kjarna sem íbúar á Skipalóni 1 og 5 hafa samþykkt. Þann 19. mars s.l. óskar lóðarhafi, Skipalón 7 ehf. eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki enn lagt fram nein gögn þar að lútandi. Í samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingaframkvæmda segir í 8. gr.: Afturköllun byggingarréttar og lóðarúthlutunar.? „Einnig fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi, án sérstakrar samþykktar bæjarstjórnar?.hafi uppdrættir af fyrirhuguðu mannvirki ekki borist byggingarfulltrúa til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun (2005)“. Því er spurt: 1. Hve langan viðbótarfrest hyggst bærinn veita núverandi lóðarhöfum til að hefja hefja undirbúning og síðan framkvæmdir við lóðina? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gripið inn í fyrr vegna þess mikla dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum við lóðina? 3. Hver verða næstu viðbrögð bæjarins í málinu?
Svar

Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203304 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083599