Skipalón 3, ófrágengin lóð
Skipalón 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 662
6. nóvember, 2018
Annað
Svar

5. 1706394 - Skipalón 3, ófrágengin lóðTekin fyrir að nýju fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 19.9.2018 frá bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni og vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs. Fyrirspurninni var frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs 25.9.2018.Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar Sigurðar.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar tillögu að lóðarskiptingu og endurskoðun lóðarleigusamnings til Bæjarráðs. Jafnframt er lögð fram tillaga lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi.

Fulltrúi Viðreisnar, Jón Garðar Snædal Jónsson, vill taka undir fyrirspurnir Miðflokksins og bóka eftirfarandi í kjölfarið.

1. Að bent er á að í byggingarreglugerð kafli 2.4 gr.2.4.7 Gildistími byggingarleyfis og stöðvun framkvæmda. Er skýrt tekið á því í byggingarreglugerð að byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Stöðvast byggingarframkvæmdir í eitt ár eða lengur og getur leyfisveitandi þá að undangenginni aðvörun fellt byggingarleyfið úr gildi. Hafi byggingarframkvæmdir stöðvast í tvö ár hið skemmsta getur leyfisveitandi tekið ófullgert mannvirki, byggingarefni og lóð eignarnámi samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.

2. Er það með öllu óskiljanlegt að leyfið hafi ekki verið afturkallað þar sem engar framkvæmdir hafa hafist enn og frestur til að skila inn gögnum er löngu búinn að firnast og engar áætlanir frá lóðararhafa um nýtingu lóðar eða framkvæmdir liggja fyrir.

3. Er það því eindregin áskorun að lóðarleyfið verði afturkallað og úthlutað öðrum til nýtingar, það getur ekki talist arðbært að skipulagðar lóðir standi auðar svo árum skipti sérstaklega í ljósi þess að hart er lagt í að komast í að byggja opin græn svæði í þéttingu byggðar sem mættu nýtast á annan hátt í þéttingarvæðingu meirihlutans.

4. Tekur því Viðreisn undir spurningu Miðflokksins og spyr hver eru næstu viðbrögð bæjarins í málinu?

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203304 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083599