Leiguíbúðir, kaup
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3466
15. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á árinu 2016 voru keyptar þrjár félagslegar íbúðir samtals að andvirði 93,3 millj. kr. Í fjárhagsáætlun í ár er gert ráð fyrir að kaupa íbúðir fyrir 200 millj. kr. Nú þegar er búið að kaupa 2 íbúðir fyrir 57,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir að geta keypt samtals um 6 til 7 íbúðir á árinu 2017. Ekki hafa verið tekin lán vegna þessara kaupa. Í félagslega kerfinu hjá Hafnarfjarðarbæ eru um 240 íbúðir.
Hafnarfjarðarkaupstaður og ASÍ undirrituðu viljayfirlýsingu 2016 um uppbyggingu allt að 150 leiguíbúða í Hafnarfirði á næstu 4 árum. Hafnarfjarðarbær hefur að jafnaði ráðstöfunarrétt á 25% íbúða.
Svar

Með vísan til þeirra miklu þarfa sem eru á félagslegu húsnæði samþykkir bæjarráð að stefnt verði að því að kaupa íbúðir fyrir um 500 millj. kr. á árinu 2018. Þar sem gert er ráð fyrir að leiga geti staðið undir afborgunum og vöxtum verði þessi kaup fjármögnuð með lántöku. Með þessu verði keyptar íbúðir samtals á kjörtímabilinu fyrir um 800 millj. kr. Stefnt verði að því að á árinu 2018 verði keyptar allt að 14 íbúðir til viðbótar við þær sem keyptar voru árið 2016 og nú 2017.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.