Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun
Hverfisgata 49
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 697
25. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17.12.2019 að grenndarkynna fyrirhugaða stækkun lóðar nr. 49 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni Þorbjörns Inga Stefánssonar um lóðarstækkun, sbr. bréf hans dags. 18.06.2019. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað. Tillagan var grenndarkynnt frá 20.12.2019 til 17.01.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir greinargerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 10.02.2020. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11.02.2020.
Svar

Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni um umrædda lóðarstækkun. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað.

Athugasemdir sem bárust fjölluðu um hugsanlega byggingu á lóðinni og aðgengi að vitanum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að lóðarstækkunin fjallar ekki um nýtingu lóðar heldur um umrædda lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarráð leggur til að aðgengi að vita verði endurskoðað og vísar þvi til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði enda ekki raunhæft að ætla að það verði á þeim stað sem skipulagið gerir ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun og vísar erindinu aftur til bæjarráðs.