Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1812
3. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir til umræðu.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Adda María Jóhannsdóttir tekur næst til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Adda María svarar andsvari.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir í annað sinn og leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er umtalsverður stefnumunur á reglum sem kveða á um að eignarhlutur bæjarins í nýbyggingum íþróttamannvirkja sem hann kemur að fjármögnun á, "sé almennt 100%" eða "geti orðið allt að 100%".
Því er mikilvægt að bæjarstjórn ræði sig niður á niðurstöðu varðandi þessa stefnu, í þágu gegnsæis í nálgun bæjarins við verkefni af þessu tagi. Með því móti vita íþróttafélög sem óska samstarfs um byggingar betur á hverju þau eiga von.

Sömuleiðis þarf að útbúa skýr viðmið varðandi þau tilvik þar sem eignarhlutur bæjarins getur einhverra hluta vegna ekki orðið 100%, svo málefnaleg rök liggi fyrir sem báðir aðilar þekkja og hafa samþykkt.
Miðað við þá breytingu sem drög að samstarfssamningi við ÍBH hafa tekið, hvað varðar eignarhlut bæjarins, þykir undirritaðri æskilegt að málið sé rætt efnislega í bæjarstjórn, enda síðasta ályktun bæjarstjórnar á þá leið að hluturinn yrði almennt 100%. Með öðrum orðum, hvort bæjarstjórn þykir orðalag í nýjustu drögum samræmast bókun bæjarstjórnar frá 2017 sem send var til útfærslu hjá Íþrótta- og tómstundanefnd.

Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari.

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars. Adda María svarar andsvari.