Skólahreystibraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 680
2. júlí, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir endurmati á staðsetningu hreystibrautar frá fræðsluráði á fundi sínum þann 2.5.2019. Bókun Fræðsluráðs frá 9.5.2019 er svohljóðandi: "Fræðsluráð leggur til að hreystibrautin verði staðsett á Hörðuvöllum enda telst sú staðsetning miðsvæðis. Gott aðgengi og góðar almenningssamgöngur eru á svæðinu. Einnig má geta þess að hreystivöllur verður á nýrri skólalóð Skarðshlíðarskóla." Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 22.5.2019.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir staðsetningu hreystibrautar að Hörðuvöllum.