Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi
Austurgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1802
14. mars, 2018
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.mars sl. Tekið fyrir að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.
Tillagan var auglýst og grenndarkynnt frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 09.01.2018 s.l. að gefa umsögn um þær athugasemdir sem borist hafa. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.02.2018, samanburður á skilmálum gildandi deiliskipulags og auglýstrar tillögudags. 05.06.2018 og gerð grein fyrir fundi með umsækjendum. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem komið er til móts við athugasemdir í kjölfar fundarins með umsækjendum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins dags. 02.10.2017, breytt 28.02.2018 og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr.skipulagslaga 123/2010".
Fulltrúar BF í skipulags- og byggingarráði vilja árétta hlutverk ráðsins þegar kemur að markmiðum aðalskipulagsins og hinnar gömlu byggðar. Það er okkar mat að framtíðarsýn bæjarins er veik - ef að rífa á öll þau hús þar sem upp koma veggjatítlur eða mygluvandamál. Mikilvægt er að koma slíkum málum þar sem skipulags- og byggingayfirvöld eru með frá upphafi. Þetta mál hefur að okkar mati ekki farið rétta leið í kerfinu þar sem að bæjarráð ákveður að styrkja niðurrif áður en ljóst var hvað ætti að koma í staðinn og án þess að gerður væri heildstæður samningur við eigendur um lausn á þeirra málum. Mál sem þessi eru mikið tjón fyrir húseigendur og verulega óvissa á líf þeirra og framtíð. Fulltrúar BF óska því eftir því að Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að kortleggja þá ferla og þær leiðir sem hægt væri að fara - fyrir húsin og eigendur þeirra. Við eigum fjársjóð í okkar timburhúsabyggð sem við viljum halda í, varðveita og viðhalda.
Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 atkvæðum lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir situr hjá.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029138