Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi
Austurgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 633
3. október, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný umsókn Önnu G. Pétursdóttur, Austurgötu 36, dags. 2.6. 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að láta vinna breytt deiliskipulag fyrir lóðina. Lóðarhafi hefur í hyggju að reisa stærra hús en heimild er fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Jafnframt lögð fram minnisblöð Verksýnar dags. 02.05.2017 og ódags minnisblað bæjarins. Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar dags. 31.08.2017. Á fundi ráðsins var óskað eftir áliti Minjastofnunar á niðurrifi og uppbyggingu á lóðinni. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 26. sept 2017.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi lóðar á Austurgötu 36 og að málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt verði tillagan grenndarkynnt.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029138