Fyrirspurnir, afdrif
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3465
1. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn.
Svar

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna átelja þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið varðandi afgreiðslu og meðferð eftirfarandi tillagna sem lagðar hafa verið fram.
Tillaga um lýðræðisviku var lögð fram í bæjarstjórn í desember 2014 og vísað til umfjöllunar í bæjarráði þar sem hún var samþykkt þann 15. janúar 2015. Bæjarstjóra var falið að vinna áfram að málinu, leggja drög að umsókn og gera áætlun um framkvæmd og kostnað eins og fram kemur í afgreiðslu fundarins. Í svari því sem lagt er fram hér kemur í ljós að ekkert hefur verið unnið í þessari tillögu frá því að hún var lögð fram.
Tillaga um stofnun leigufélags var lögð fram í bæjarstjórn þann 29. mars sl. Þeirri tillögu var einnig vísað til bæjarráðs þar sem hún var tekin til umfjöllunar þann 6. apríl og bæjarstjóra falið að skoða málið. Í svari við fyrirspurninni er því svarað til að stofnun slíks félags hafi verið í skoðun frá því að lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 hafi tekið gildi. Hér er greinilega um misskilning að ræða því tillaga minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar um stofnun leigufélags byggir ekki á lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 eins og fram kemur í svari við fyrirspurn um afdrif tillögunnar heldur byggir á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 eins og kemur fram í tillögunni sjálfri. Það getur því ekki staðist að tillaga minnihlutans hafi verið til skoðunar frá því að lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 tóku gildi.
Því er aftur óskað upplýsinga um afdrif tillögu minnihlutans um stofnun leigufélags (sjálfseignarstofnunar) sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit leigufélag) skv. heimild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál."