Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi
Suðurgata 40
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3498
12. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.júní sl. Breyting á aðalskipulagi vegna lóða við Suðurgötu. Engar athugasemdir voru gerðar við aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar notkunar á landi. Komið hefur verið til móts við athugsemdir vegna deiliskipulags lóðanna þar sem fyrirhuguð lóð við Suðurgötu 46 er felld út og þess í stað rýmkað fyrir og komið fyrir fleiri bílastæðum innan lóðar við Suðurgötu 44.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagi vegna Suðurgötu 40 - 44 og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025".
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Í umsögn frá fræðslustjóra dags. 17. ágúst 2017 sem upphaflega fylgdi málinu var fjallað um möguleg áhrif umræddra skipulagsbreytinga á leik- og grunnskólastarf á svæðinu. Þar sem engar breytingar hafa orðið á stöðu leikskólamála í Suðurbæ er fullt tilefni til að ítreka bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram í bæjarstjórn þann 24. maí 2017 og minna á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Í lýsingu sem fylgdi upphaflegu tillögunni er bent á mikilvægi þess að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta höfum við lagt áherslu og ítrekum fyrri bókanir okkar og tillögur er varða leikskólamál í umræddu hverfi þar sem vöntun á leikskólaplássum er hvað mest í bænum. Nú síðast var tillaga þess efnis lögð fram í bæjarstjórn sem vísaði henni til úrvinnslu í fræðsluráði.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122533 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025962