Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1800
14. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð bæjarráðs 8. febrúar s.l. Lántaka vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun: Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til 16 ára og 406.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469, veitt heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga frá 14. til 28. febrúar fyrir allt að 600 milljónum kr. á 4,75% óverðtryggðum vöxtum.
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Hafnarfjarðarhöfn sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins: Hafnarfjarðarkaupstaður, kt. 590169-7579 samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Hafnarfjarðarhafnar, kt. 590169-5529 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 94.000.000.- kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brúar sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eigandi Hafnarfjarðarhafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Hafnarfjarðarhöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í Hafnarfjarðarhöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Svar

Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunna Kristjánsdóttir. Þá tekur forseti aftur við fundarstjórn.

Forseti ber upp tillögu um að auk fyrirliggjandi bókana bæjarráðs verði hér bætt við bókun hafnarstjórnar frá fundi hennar í morgun 14. febrúar, vegna lántöku og uppgjörs við Brú lífeyrissjóð, en bókun hafnarstjórnar er svohljóðandi:

"Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði i tekjum sveitarfélagsins:
Hafnarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 94.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitafélagsins sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
Jafnframt er Lúðvík Geirssyni, kennitala 210459-3839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess fh. Hafnarfjarðarhafnar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Eru allar fyrirliggjandi bókanir bæjarráðs og hafnarstjórnar samþykktar með 10 greiddum atkvæðum og einni hjásetu.