Gámar stöðuleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 662
6. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu staðsetning og notkun gáma. Í byggingarreglugerð segir í gr. 2.6.1 m.a.:Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna: a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna drög að verklagi og leyfisveitingu er varðar staðsetningu og notkun gáma á lóðum.