Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1810
5. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurnum. 1.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi Hákonarson kemur að andsvari og Rósa svarar andsvari. Einnig kemur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir til andsvars og næst kemur Adda María til andsvars.
Næst tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í 62. og 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir og bindandi áhrif ákvarðana sem þar eru settar fram. Í 1. mgr. 63. gr. segir m.a. „Ákvörðun sem sveitarstjórn tekur skv. 1. mgr. 62. gr. um fjárhagsáætlun næstkomandi árs er bindandi regla um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins.? Ennfremur segir í 2. mgr. sömu gr. “Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Á það einnig við þótt heildarútgjöld eða heildartekjur breytist ekki vegna samþykktar hans.?
Með vísan til fyrrgreindra ákvæða í sveitarstjórnarlögum óskum við undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara um það hvort og þá hvernig breyting á áætlun vegna framkvæmda við knatthúss í Kaplakrika telst standast ákvæði laganna.
Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Farið er fram á þetta að gefnu tilefni þar sem þegar er búið að senda út dagskrá fyrir fund í bæjarráði á morgun, 16. ágúst, þar sem gera á viðauka og stofna starfshóp um framkvæmdina.
Adda María Jóhannsdóttir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir Jón Ingi Hákonarson
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð vekur athygli á því að enn er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir byggingu knatthúss af hálfu bæjarins. Enginn hefur lagt til breytingar á þeirri áætlun, nema meirihlutinn, nú í síðustu viku.
Ekki hafa verið lögð fram gögn af hálfu meirihlutans um verðmat, eignarstöðu eða ástand umræddra þriggja fasteigna, þ.e. íþróttahúss, Risa og Dvergs. Ekki lágu fyrir gögn á fundi bæjarráðs í liðinni viku um það hvers vegna afgreiða þurfti þetta mál með þeim hraða sem raunin var og ekki var orðið við óskum fulltrúa minnihluta um svigrúm til að afla gagna. Jafnframt var því vísað á bug að um breytingar á fjárhagsáætlun væri að ræða, en nú liggur fyrir fundarboð í bæjarráð á morgun 16. Ágúst þar sem meðal annars er lagður fram umræddur viðauki.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari og Guðlaug svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni að andsvari öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Einnig kemur Ingi Tómason að andsari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson að andsvari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari.

Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Fundarhlé kl. 18:02.

Fundi framhaldið kl. 18:11.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingar og Viðreisnar gerir athugasemd við framlögð svör þar sem vitnað er í 75. grein sveitarstjórnarlaga og reglugerð þeim fylgjandi.

Í reglugerðinni segir, í viðauka III, bls 59: ,,Heimild til tilfærslna innan málaflokka skv. 1. mgr. er háð því að sveitarstjórn hafi áður samþykkt sérstakar verklagsreglur um framkvæmd sérstakra tilfærslna, þar sem fram komi m.a. með skýrum hætti hvaða starfsmenn sveitarfélagsins hafi slíka heimild.“

Óskað hefur verið eftir þessum verklagsreglum, en fram kom í máli bæjarstjóra í dag að reglurnar séu ekki til. Óskað er staðfestingar á því. Séu þær ekki til, ítrekum við spurningu okkar um það hvernig þessi breyting á fjárhagsáætlun telst standast ákvæði sveitarstjórnarlaga, sbr. upprunalega fyrirspurn.