Leigufélag, stofnun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1783
29. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga um stofnun leigufélags Í ljósi alvarlegs skorts á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði á húsnæðismarkaði leggja fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar til að Hafnarfjarðarbær stofni leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit leigufélag) skv. heimild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Leigufélagið væri húsnæðissjálfseignarstofnun sem sæi um byggingu íbúða sem standa almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn viðráðanlegu leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakosnað, almennann rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kmeur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.