Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, mál til umsagnar.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1783
29. mars, 2017
Annað
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttur.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum atkvæðum að leggjastst alfarið gegn samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og tekur undir sjónarmið sem fram koma í umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um áður framlögð frumvörp sama efnis.
Rökin fyrir lágmarksútsvarshlutfalli eru þau að allir íbúar landsins sem greiða skatt af tekjum sínum á annað borð skuli greiða sinn lágmarkshluta af kostnaði við þá samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir íbúum landsins. Þau rök hafa í engu breyst frá því að lög um lágmarkshlutfall útsvars voru sett árið 1993.
Með afnámi lágmarksútsvars yrði aukið enn á þann kerfislæga ójöfnuð sem er í núverandi tekjugrunni íslenskra sveitarfélaga og ítrekað hefur verið bent á að þarfnist úrbóta. Ef gera á breytingar á gildandi fyrirkomulagi væri eðlilegra að auka tekjujöfnun milli sveitarfélaga þannig að öllum íbúum landsins sé í reynd tryggð viðunandi og sambærileg grunnþjónusta óháð tekjum íbúanna.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar tekur sömuleiðis undir framkomin sjónarmið, m.a. frá bæjarráði Hveragerðisbæjar, um að með afnámi lágmarksútsvars yrði gengið þvert gegn ofangreindum markmiðum og skapaðar forsendur fyrir innlendum skattaparadísum og tilheyrandi „gervibúsetu" með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Slíkt myndi jafngilda rofi á þeirri sátt sem ríkt hefur í okkar samfélagi um að íbúar landsins fjármagni grunnþjónustuna í sameiningu. Fjórir greiddu atkvæði á móti framangreindri tillögu.