Jafn réttur barna til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3460
23. mars, 2017
Annað
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir upplýsingum og samantekt á því hvaða skilyrði hafa verið sett gagnvart hafnfirskum börnum um greiðslu þátttökugjalda og aukakostnaðar í íþrótta- og tómstundastarfi í félögum sem njóta beins eða óbeins fjárhagslegs stuðnings úr bæjarsjóði. Er í samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Hafnarfirði að finna sambærileg ákvæði og ÍTR gerir við íþróttafélög í Reykjavík um jöfn tækifæri til þátttöku sem félögunum ber að virða? Ef svo er, hvernig er eftirfylgni með því ákvæði háttað? Ef ekki, leggjum við til að slík ákvæði séu sett inn í samninga við íþrótta- og tómstundafélög í Hafnarfirði. Það hlýtur að vera skylda okkar sem bæjarfélags að tryggja að hafnfirsk börn hafi jafnan rétt til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að umframkostnaður sem af því hlýst megi ekki verða til þess að mismuna börnum eftir fjárhagsstöðu foreldra.