Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi
Álfhella 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1793
25. október, 2017
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.október sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga í Hafnarfirði vegna Álfhellu 8, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Breytingin felst í að byggingarreit lóðarinnar að Álfhellu 8 verði snúið um 90°, stærð hans og bundin byggingarlína verði óbreytt. Syðri innkeyrsla frá Dranghellu verði tekin af. Hámarkshæð byggingar verði 10 metrar miðað við mæni. Að öðru leiti gildi áfram núgildandi skilmálar fyrir svæðið. Athugasemdir bárust. Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði er erindið því lagt fram í skipulags- og byggingarráði. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulagi Álfhellu 8 samanber uppdrátt dags. mars. 2017 og br. sept 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Álfhellu 8 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulaginu Álfhellu 8 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203356 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097637