Dýraverndarstefna, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1799
31. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.jan.sl. Teknar fyrir að nýju tillögur bæjarlögmanns að endurskoðuðum samþykktum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að Samþykkt um kattahald dags. 22.1.2018. Einnig samþykkir bæjarstjórn uppfærða Samþykkt um húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði."
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Er tillagan samþykkt samhljóða.