Reykjavíkurvegur 66, aðgengi að baklóð hússins - flóttaleiðir.
Reykjavíkurvegur 66
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 651
8. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur ábending frá eiganda að Reykjavíkurvegi 66 þar sem bent er á skert aðgengi að bakhlið hússins með þeirri augljósu hættu sem gæti skapast ef kalla þyrfti til sjúkra- eða slökkvibíl. Kvöð um aðgengi frá Trönuhrauni er mjög óljós og þarna eru atvinnufyrirtæki sem hafa sett á akstursleiðina ýmiskonar lausamuni sem fylgir starfsemi húsana en þarna er að finna m.a. bílapartasölur, bílasprautunarfyrirtæki og viðgerðir og framleiðslu spennubreyta.
Svar

Byggingarfulltrúi bendir eigendum á að hafi þeir hug á að færa akstursleið og óska eftir kvöð frá Hjallahrauni er það háð samþykki eigenda að Reykjavíkurvegi 64.