Skarðshlíð 2.áf.,undirbúningur fyrir úthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1788
21. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl. Lagðir fram úthlutunarskilmálar og reglur.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skiulagsþjónustu mætti á fundinn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar með framkomnum breytingum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir að lóðum verði úthlutað skv. framlagðri tillögu og að óskað verði eftir tilboðum í lóðir skv. framlagðri tillögu.
Bæjarráð samþykkir framlagða úthlutunarskilmála fyrir úthlutunarlóðir og tilboðslóðir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar með framkomnum breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðum og óska eftir tilboðum í lóðir samkvæmt framlagðri tillögu frá 19. júní 2017.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða úthlutunarskilmála fyrir úthlutunarlóðir og tilboðslóðir í Skarðshlíð 2. áfangi.