Flugvellir 1, byggingarleyfi
Flugvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1783
29. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22.mars sl. Sótt er um að byggja viðbygginu vestan við núverandi byggingu. Viðbygging hýsir flugherma og æfingasal. Einnig er sótt um að reisa upplýsingaturn á norðvesturhorni lóðar næst Reykjanesbraut. Samþykki Vegagerðarinnar, dags 7.3 2016, liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 17.03.2017 með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Nýjar teikningar og greinagerð um val og hönnun brunavarna bárust 22.03.2017.
Frestað. Erindi varðandi upplýsingaturn vísað til bæjarstjórnar samanber minnisblað skipulagsfulltrúa.
Svar

Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að umsækjanda, Iceeignum ehf., sé heimilt að reisa upplýsingaturn innan byggingarreits á lóðinni Flugvellir 1 í samræmi við efni umsóknar. 4 sitja hjá.

Sameiginleg bókun bæjarstjórnar: Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinnu við endurskoðun skiltareglugerðar verði flýtt.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 222263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110904