Hjalli, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1780
15. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8.febr.sl. Lagður fram til samþykktar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Hjallastefnuna. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Sanfylkingar greiða atkvæði með samþykkt samningsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Skólakerfið á að vera sameign okkar allra. Það á ekki að vera í einkaeign, sem er rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Óheft markaðsvæðing í skólakerfum skapar til lengri tíma meiri menningar- og stéttarmun milli skóla. Þar sem markaðslögmál ráða för í skólum verður meiri eftirspurn eftir nemendum sem þykja góðir fyrir ímynd skólans. Þannig er meiri eftirspurn eftir börnum foreldra sem hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu og minni eftirspurn eftir þeim sem standa þar höllum fæti. Nýfrjálshyggjan í skólakerfinu helst í hendur við einstaklingsvæðingu þess og samfélagsins í heild. Í raun er hún andlýðræðisleg þar sem hún vinnur gegn hugmyndum um samkennd, samstarf og samábyrgð samfélagsins. Einkavæðing í menntakerfinu virðist vera heillandi á yfirborðinu en undir niðri fer umræðan ávallt á endanum að snúast um hagnað og halla. Það er minn vilji að fagfólk í skóla hafi svigrúm til að þróa eigin stíl, stefnu og menningu. Svigrúm er nú þegar til staðar fyrir fjölbreytileika á borð við Hjallastefnuna sem spratt einmitt fram innan opinbera kerfisins og í raun eru engin rök fyrir því að þeirri stefnu sé ekki hægt að framfylgja innan þess.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning.