Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1797
20. desember, 2017
Annað
‹ 8
9
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 14.des. sl. a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.des. sl. b. Fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 24.nóv. sl. c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24.nóv. sl. d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.nóv. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.des. sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs frá 21.nóv. sl. Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 12. og 18.des.sl Fundargerð fræðsluráðs frá 13.des. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.des. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.des. sl. Fundargerð forsetanefndar frá 18.des. sl.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 6. lið við fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember 2017. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómason. Adda María svarar andsvari.

Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 6. lið við fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember 2017. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og Ólafur Ingi svarar andsvari.

Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir 7. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember sl.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir 1. lið í fundargerð fræðsluráð frá 13. desember sl.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn og Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir tekur til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráð frá 13. desember sl. Adda María kemur upp í andsvar.

Forseti Guðlaug Svana Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Forseti ber upp tillögu leggur til við bæjarstjórn að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir áramót verði 17. janúar 2018 og er tillagan samþykkt samhljóða.