Áslandsskóli, húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3455
12. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Til fundarins mæta Kristján Þorbergsson hrl., Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu og Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði.
Svar

Bæjarráð áréttar samþykkt sína frá 1. desember 2016 um að bæjarstjóri leiti samninga við FM hús ehf. um að Hafnarfjarðarbær leysi til sín þær fasteignir FM húsa sem bundnar eru leigu- og þjónustusamningum við bæinn. Náist ekki samningar þar um fyrr, munu þeir renna út í síðasta lagi við umsamin leigulok árið 2027, en þá rennur lóðarleigusamningur einnig út.