Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 612
13. desember, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu hugmynd að byggð við Hjallabraut.Fara þarf í aðalskipulagbreytingu sem og deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið vegna hugmynda um þéttingu og uppbyggingu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga."