Öldugata 45, lóðarumsókn, úthlutun
Öldugata 45
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3504
9. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Þroskahjálp dags. 9.jan.sl. ósk um skil á lóðinni Öldugötu 45 fyrir íbúðakjarna.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk lóðarhafa á lóðinni Öldugötu 45 um að hann afsali sér lóðaúthlutun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar bókað:

Minnt er á tillögu undirritaðrar frá bæjarstjórnarfundi 20. júni, svohljóðandi: "Stefnumótun í búsetumálum fatlaðra Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Farið verði yfir kosti og galla ólíkra búsetuúrræða og þarfagreining gerð á hverju úrræði fyrir sig. Niðurstöður vinnunnar verði hluti af húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar, sem nú er í vinnslu."
Óskað er eftir að málið verði tekið til skoðunar í vinnu við húsnæðisstefnu.

Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 223088 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114099