Íbúðalánasjóður, stofnframlag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3446
27. október, 2016
Annað
Svar

Áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi:

Vegna svara sem embættismenn bæjarins hafa veitt varðandi samvinnu um uppbyggingu félagslegs leighúsnæðis vill áheyrnarfulltrúi VG koma á framfæri eftirfarandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna gerir athugsemd við að embættismenn bæjarins skuli ekki láta kjörnum fulltrúum það eftir að taka afstöðu til samstarfs um félagslegt leiguhúsnæði, m.a. þess hvernig væntanlegum framlögum bæjarins verður háttað. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að bæjarstjórn ber ekki aðeins ríka ábyrgð á húsnæðisúrræðum, bæði pólitískt og lögformlega, heldur eru tilboð um mótframlög nýtilkomin og umfjöllun um þau enn á byrjunarstigi.


Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt þeim tölvupóstsamskiptum sem ég las upp á fundinum við Brynju kemur ekkert það fram sem styður það sem haldið er fram í bókun áheyrnarfulltrúans og ég harma málflutning af þessu tagi.