Hundagerði, erindi, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 649
15. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 4. apríl sl. var gerð eftirfarandi bókun: Tekin fyrir að nýju bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.2 s.l. þar sem ítrekuð er beiðni frá 31.5. 2017 um umsögn skipulags- og byggingarráðs á tillögu um staðsetningu hundagerðis á Víðistaðatúni skv. skissu Landslags ehf. Lögð fram umbeðin umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 19. mars 2018. Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu og beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að finna gerðinu annan stað en á Víðistaðatúni. Lögð fram ný tillaga að hundagerði á Óla Run túni.
Svar

Skipulags- og byggingrráð samþykkir að grenndarkynna 2 tillögur um hundagerði skv. framlagðri tillögu.