Alþingiskosningar 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar kjörstjórnar Hafnarfjarðar vegna fyrirspurnar.
Svar


Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta gera greiningu á þéttni byggðar og almennum samgöngum með tilliti til staðsetningar kjörstaða.


Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur til eftirfarandi:

Samkvæmt meðfylgjandi greinargerð um staðsetningu kjörstaða í bænum kemur fram mat yfirkjörstjórnar á því að kjörstaðir sem notaðir hafa verið undanfarið hafi þjónað hlutverki sínu vel. Í Sveitarstjórnarkosningunum árin 2014 og 2018 hefur kjörsókn í bænum verið dræm sem hlýtur að gefa tilefni til hugleiða það að fjölga kjörstöðum í bænum. Íbúum bæjarins fjölgar jafnt og þétt og með áframhaldandi uppbyggingu í Skarðshlíð er ljóst að mest verður fjölgunin sunnan Reykjanesbrautar. Í ljósi þessa legg ég til að staðsetning á kjörstöðum verði endurskoðuð og hugað að því að fjölga kjörstöðum í þrjá fyrir næstu alþingis- og sveitarstjórnarkosningar og bætt verði við kjörstað í Vallarhverfi.