Hraunskarð 2, lóðarumsókn, úthlutun, afsal
Hraunskarð 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3498
12. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Bjargi íbúðafélagi um ósk um skil á lóðinni Hraunskarði 2.
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir beiðni Bjargs íbúðarfélags hses. um skil á lóðinni Hraunskarð 2.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað
Það eru mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að finna lausn til að tryggja uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í samstarfi við Bjarg, íbúðafélag. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning í þeim tilgangi að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir tekjulægri hópa. Uppbygging er nú hafin í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum en ljóst að Hafnarfjörður mun enn bíða þegar kemur að uppbyggingu á almennu leighúsnæði.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bókuðu um málið á fundi bæjarráðs þann 8. mars sl. þegar í ljós kom að skipulag lóðarinnar kallaði á meiri kostnað en gert er ráð fyrir samkvæmt reglugerð um almennar íbúðir. Á þeim fundi var fullyrt að unnið væri að lausn á málinu. Nú er hins vegar ljóst að verkefnið mun frestast um ófyrirséðan tíma og lýsir Bjarg íbúðafélag því yfir í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar, dags. 19. júní sl. „að miðað við óbreytta afstöðu Hafnarfjarðarbæjar“ skili þeir lóðinni sem þeir fengu úthlutað.
Íþyngjandi skipulagsskilmálar í Skarðshlíð hafa reynst Hafnarfjarðarbæ dýrkeyptir. Það er miður að ekki hafi verið hægt að gera breytingar sem hefðu getað liðkað til fyrir samstarfi við Bjarg íbúðafélag í Skarðshlíð. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á að samningar náist við Bjarg um uppbyggingu í næstu hverfum sem hugað er að í uppbyggingu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar leggja mikla áherslu á að skipulagsskilmálar í nýjum hverfum taki mið af mismunandi þörfum húsbyggjenda og fjölbreyttum möguleikum í byggingu íbúðahúsnæðis. Eins og kom fram á fundinum eru viðræður og samráð á milli Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Bjargs í fullum gangi vegna nýrrar lóðar fyrir félagið í næsta áfanga Skarðshlíðar. Sameiginlegur vilji aðila stendur til að tryggja að markmið verkefnisins um hagkvæmni náist. Samkomulagið við Bjarg til næstu ára er enn í fullu gildi og því ber að fagna.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
    Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar leggja mikla áherslu á að skipulagsskilmálar í nýjum hverfum taki mið af mismunandi þörfum húsbyggjenda og fjölbreyttum möguleikum í byggingu íbúðahúsnæðis. Eins og kom fram á fundinum eru viðræður og samráð á milli Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Bjargs í fullum gangi vegna nýrrar lóðar fyrir félagið í næsta áfanga Skarðshlíðar. Sameiginlegur vilji aðila stendur til að tryggja að markmið verkefnisins um hagkvæmni náist. Samkomulagið við Bjarg til næstu ára er enn í fullu gildi og því ber að fagna.
221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 214363 → skrá.is
Hnitnúmer: 10100987