Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 614
24. janúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23. nóvember 2016 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins yrði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdarfrestur er liðinn og bárust athugasemdir. Lögð fram umsögn um athugasemdirnar.
Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010."