Suðurbæjarlaug, strandblakvellir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 608
18. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Jónasar Þórs Oddssonar f.h. áhugafólks um strandblak og fjölbreytta iðkun almenningsíþrótta dags. 19.8. 2016 þar sem óskað er eftir strandblakaðstöðu við Suðurbæjarlaug. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.08.2016 var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar.
Á fundi íþrótta- og tómstundanefnd þann 05.09.2016 var eftirfarandi bókað:"Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leiti og telur þessar hugmyndir passi vel að starfsemi sundlaugarinnar." Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2016.
Svar

Skipulags- og byggingaráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa. Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.