Fornubúðir 5, byggingaráform
Fornubúðir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 631
19. september, 2017
Annað
Fyrirspurn
Hönnuður frá Batteríið arkitektar, mætti á fundinn og fór yfir breyttar forteikningar að uppbyggingu á svæðinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð sammþykkir framlagða tillögu með 3 atkvæðum gegn 2.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG óska bókað:

"Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og byggingarráði styðja komu Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfjörð. Minnihlutinn getur þó ekki samþykkt þessa nýja tillögu. Byggingin verður fordæmisgefandi fyrir hafnarsvæðið. Auk þess verður að hafa í huga að enn á eftir að fara í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Það er alveg ljóst að mál Fornubúðar 5 verður að taka einverja tillit til framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Nýja deiliskipulagið segir einungis til um hámark byggingarmagns en ekki hvernig eigi að fullnýta byggingarreitinn.

Minnihlutinn leggur til að ný tillaga verði unnin sem tekur mið af fyrirliggjandi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar. Í henni segir að þar skuli byggja „Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“. Auk þess er kveðið á um að byggingarmagn og hæð nýrrar byggðar á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð.

Einnig óska fulltrúar minnihlutans eftir skriflegu svari varðandi raunverulegar þarfir Hafrannsóknarstofnunar. Þeas. hvað eru margir starfsmenn sem munu fylgja Hafrannsóknarstofnun? Hvað gerir tillagan, í 1. áfanga, ráð fyrir mörgum starfsmönnum?"

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks óska bókað:

"Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks minna á að í öllum ferli skipulagsins hafa fulltrúar minnihlutans í skipulags- og byggingarráði tekið þátt í umræðun og ákvarðanatöku um skipulag Fornubúða 5 án athugasemda og er því þessi afstaða þeirra í árslöngu ferli um skipulag Flensborgarhafnar óskiljanleg.

Þegar verið að er að breyta deiliskipulagi - svo koma megi fyrir frekari byggingarmagni er mikilvægt að horfa til framtíðar og eins heildstætt og hægt er. Fyrstu skrefin í frekari uppbyggingu fyrir höfnina liggja í lýsing fyrir Flensborgarhöfn og væntingar okkar kjörna fulltrúa eru því miklar um að vel til takist með uppbyggingu á höfninni í heild sinni, enda er höfnin mikilvæg í sjálfsmynd Hafnfirðinga. Hér eru tekin fyrstu skref í þessari uppbyggingu með tilkomu Hafrannsóknarstofnun, þar sem að áhersla á uppbrot, opnar götuhliðar og uppbyggingu við hafnarmannvirki haldast í hendur."


Gert fundarhlé kl. 08:47 - 09:10

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931