Lækjargata 2, framtíðarnýting
Lækjargata 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3562
3. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Samkeppni var haldin um uppbyggingu á Lækjargötu 2 - Dvergsreitur. Vinningstillagan bar heitið Dvergshamar. Í kjölfarið var gerður samningur við vinningshafa um uppbygginu.
GG Verk ehf óskar eftir að Klapparholt ehf. taki yfir byggingarréttinn og verði lóðarhafi Lækjargötu 2.
Lögð fram ný framkvæmdaáæltun um uppbyggingu.
Til afgreiðslu.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.
Svar

Bæjarráð samþykkir ósk GG verka ehf um að Klapparholt ehf taki yfir byggingarréttinn og verði lóðarhafi á Lækjargötu 2 og vísar til vinnslu á stjórnsýslusviði. Bæjarráð samþykkir einnig fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun og leggur mikla áherslu á að henni verði fylgt.

Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar í fyrri bókanir sínar og situr hjá við afgreiðsluna. Þrátt fyrir að uppbygging á Dvergsreitnum sé fagnaðarefni standa þau hús sem ráðgert er að þar rísi þéttar og eru meiri að umfangi en sú byggð sem fyrir er og falla ekki að áformum sem fyrri lýsingar á reitnum sögðu til um.
Einnig er vísað í athugasemdir þar sem minnt er á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum t.d. varðandi leik- og grunnskóla.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans benda á að skipulag Dvergsreitsins fór í samkeppni og var samþykkt af valnefnd um skipulagið. Allir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði samþykktu skipulagið.

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar í fyrri bókanir sínar og situr hjá við afgreiðsluna. Þrátt fyrir að uppbygging á Dvergsreitnum sé fagnaðarefni standa þau hús sem ráðgert er að þar rísi þéttar og eru meiri að umfangi en sú byggð sem fyrir er og falla ekki að áformum sem fyrri lýsingar á reitnum sögðu til um.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
    Fulltrúar meirihlutans benda á að skipulag Dvergsreitsins fór í samkeppni og var samþykkt af valnefnd um skipulagið. Allir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði samþykktu skipulagið.