Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3471
7. september, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá fundi bæjarráðs 23.febr.sl. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Áheyrnafulltrúi Vinstri grænna leggur fram þá tillögu að í stað þess, að tengja laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði við þingfararkaup og taka svo í heilu lagi inn um rúmlega 44% launahækkun kjararáðs á þingfararkaupi sem nýlega var samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, þá haldist eldra viðmið launa og launlaunahækkanir kjörinna fulltrúa verði innan þess 32% ramma sem Salek samkomulagið kveður á um og gildir um allt almennt launafólk.
Samþykkt að vísa tillögunni í starfshóp um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa.
Svar

Lögð fram tillaga um að málinu verði vísað frá og er hún samþykkt með 3 atkvæðum og einu á móti.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að með samhljóða samþykkt bæjarráðs þann 29. júní sl., um breytt fyrirkomulag á kjörum og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa, hafi tenging við þingfararkaup verið staðfest. Afstaða til tillögunnar hefur þannig þegar verið tekin."

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

"Tillagan sem hér liggur fyrir var lögð fram í bæjarráði þann 23. febrúar 2017 og vísað til umfjöllunar í starfshópi um endurskoðun á starfsumhverfi kjörinna fulltrúa. Þeirri vísun var harðlega mótmælt af hálfu fulltrúa minnihluta sem taldi málefnið ekki á verksviði starfshópsins. Starfshópurinn taldi tillöguna ekki falla undir sitt verksvið samkvæmt erindisbréfi og vísaði tillögunni því frá sér án þess að taka afstöðu til hennar. Meirihluti bæjarstjórnar hafði áður tekið ákvörðun um tengingu þóknunnar til kjörinna fulltrúa við þingfararkaup á bæjarstjórnarfundi þann 18. janúar sl. en eftir stendur þessi tillaga óafgreidd. Það er því skilningur fulltrúa minnihlutans að þar sem tillagan hafi hvergi fengið afgreiðslu sé henni hafnað af hálfu fulltrúa meirihlutans."