Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1778
18. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Fyrir fundinum liggur frammi eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Bæjarstjórn samþykkir að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði, en vísar að öðru leyti til starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa til að vinna áfram og leggja fram tillögur í þeim efnum."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru seinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn 4 að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði, en vísar að öðru leyti til starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa til að vinna áfram og leggja fram tillögur í þeim efnum. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen gerir grein fyrur atkvæði sínu. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttur ásamt ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðarleggur fram svohljóðandi bókun:

"Nú er ljóst að Alþingi mun ekki breyta ákvörðun kjararáðs frá 1. nóvember 2016 um hækkun á þingfararkaupi. Um árabil hafa kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði sjálfir ákvarðað laun sín en það fyrirkomulag verður að teljast mjög óeðlilegt og óheppilegt. Í júní 2016 birti Samband íslenskra sveitarfélaga viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarfélögum landsins þar sem miðað er við þingfararkaup. Í kjölfarið ákvað bæjarráð Hafnarfjarðar að launaþróun kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins skyldi tekin úr höndum þeirra sjálfra, fylgja framvegis þingfararkaupi og um leið verða ákvörðuð af kjararáði eins og víðar er gert í bæjarfélögum. Með vísan til þess að Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs mun bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú fylgja eftir fyrri ákvörðun, að miða laun sín við þingfararkaup og þar með ákvarða ekki sjálf laun sín.
Síðastliðin átta ár hafa laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði ekki haldið í við almenna launaþróun og dregist jafnt og þétt aftur úr launaþróun starfsmanna sveitarfélaga og munar þar núna um 45%. Full laun fyrir störf í bæjarstjórn eru núna 199 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs hækka launin því og verða um 286.000 kr. á mánuði.

Full laun fyrir störf í almennu ráði hjá bæjarfélaginu eru um 90 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða laun fyrir setu þar nú um 129.600 kr. á mánuði."

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir ásamt bæjarfulltrúm Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað. Þann 1. desember sl. var skipaður starfshópur í bæjarráði, sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt erindisbréfi er eitt meginverkefni starfshópsins að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og þar á meðal launakjör. Hópurinn á að skila niðurstöðu 1. febrúar 2017, sem er eftir tæpar 2 vikur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir því að ekki sé hægt að bíða eftir niðurstöðu starfshópsins.

Í ljósi fyrri athugasemda okkar gagnvart hækkun Kjaradóms á þingfarakaupi förum við fram á að starfshópurinn fái að ljúka sinni vinnu og endurskoðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ."