Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3439
14. júlí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum frá Sambandi ísl.sveitarfélaga.
Svar

Til fundarins mættu Magnús Karel Hannesson og Valur Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fóru yfir úttekt sem sambandið hefur gert á kjörum og starfsumhverfi kjörinna fullrúa í sveitarstjórnum.

Fundarhlé kl. 10:35, fundi er framhaldið kl. 10:48.

Bæjarráð samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði verði útfærð sem hlutfall af þingfararkaupi eins og nýjar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga gera ráð fyrir. Forsetanefnd verði falið, ásamt bæjarfulltrúum, að útfæra það hlutfall ásamt breytingu á starfsumhverfi bæjarfulltrúa í samræmi við umræður á fundinum.