Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1775
23. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
22.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl. Frestað á fundi bæjarstjórnar 9.nóv. sl. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Það var sameiginleg tillaga forsetanefndar þann 30. september sl. og samþykkt af bæjarráði þann 6. október að hlutfall af þingfararkaupi yrði útfært á þann veg að ekki leiddi til launahækkanna. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir. Því leggjum við til að bæjarráð staðfesti að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar ráðsins.
Fulltrúar Samfylkingar og Vg óska eftir að endurflytja eftirfarandi tillögu sem frestað var í bæjarráði - í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember sl. muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og áfram verði miðað við þau launakjör sem í gildi voru fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs.
Greinargerð: Við teljum að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Frestun málsins er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram efirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að hafa nú frestað í tvígang tillögu okkar um að launahækkanir samkvæmt úrskurði kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum. Adda María Jóhannsdóttir Eva Lín Vilhjálmsdóttir Friðþjófur Helgi Karlsson Sverrir Garðarsson
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun: Laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði eiga að vera sambærileg við það sem gerist meðal kjörinna fulltrúa í öðrum sveitarfélögum, fylgja leiðbeinandi tilmælum frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og launaþróun á vinnumarkaði almennt. Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar brýnt að Alþingi endurskoði lög um kjararáð og ákvörðun ráðsins sem um ræðir. Rósa Guðbjartsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Kristinn Andersen Borghildur Sölvey Sturludóttir Unnur Lára Bryde Ólafur Ingi Tómasson Helga Ingólfsdóttir.
Svar

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

Bæjarfullrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls öðru sinni.

Fundarhlé kl. 15:06, fundi framhaldið kr. 15:12.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir óskar eftir að leggja fram skýrslu.

Gert fundarhlé k. 15:20 fundi framhaldið kl. 15:23.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir hafnar framlagningu skýrslunnar.

Borin upp til atkvæða eftirfarandi tillaga: "Bæjarstjórn samþykkir að fresta breytingum á launum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði sem tengd eru þingfararkaupi, að sinni, þar til Alþingi hefur fjallað um úrskurð kjararáðs."

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Til mál tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka fyrri bókanir um launamál kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og viðbrögð við úrskurði Kjararáðs frá 1. nóvemver sl. Að okkar mati leiddi sú umdeilda ákvörðun til algjörs forsendubrests og slíkar hækkanir getum við ekki fallist á. Þess vegna höfum við lagt til í tvígang að þessari ákvörðun væri hafnað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við föllumst á þessa breytingartillögu nú en áskiljum okkur rétt til að taka málið upp aftur þegar í ljós kemur hvaða afstöðu Alþingi mun taka til úrskurðar Kjararáðs.
Adda María Jóhannsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Sverrir Garðarsson"