Starfskjör og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3458
23. febrúar, 2017
Annað
Svar

Fundarhlé var gert kl. 10:30.
Fundi fram haldið kl. 10:47.


Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:

Áheyrnafulltrúi Vinstri grænna leggur fram þá tillögu að í stað þess, að tengja laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði við þingfararkaup og taka svo í heilu lagi inn um rúmlega 44% launahækkun kjararáðs á þingfararkaupi sem nýlega var samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, þá haldist eldra viðmið launa og launlaunahækkanir kjörinna fulltrúa verði innan þess 32% ramma sem Salek samkomulagið kveður á um og gildir um allt almennt launafólk.

Samþykkt að vísa tillögunni í starfshóp um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa.


Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar benda á að ákvörðun um að tengja laun við þingfararkaup var samþykkt af öllum fulltrúum í bæjarráði í júlí 2016, að fenginni samantekt og birtingu viðmiðunarlaunatöflu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.


Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað að engin rök hafa komið fram um að fresta eigi málinu og augljóst að fulltrúar meirihlutans séu enn og aftur að reyna að fresta því að láta afstöðu sína koma fram.
Það kom mjög ítarlega fram hjá fulltrúim meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á bæjarstjórnarfundi þann 18. janúar sl. þar sem ákveðið var að afturkalla frestun á launabreytingum kjörinna fulltrúa, að nákvæmlega þetta málefni væri ekki á starfssviði starfshóps um starfsumhverfi kjörinna fulltrúa. Því skýtur það verulega skökku við og er með öllu óskiljanlegt að vísa tillögu þessari í starfshópinn.

Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
    Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað að engin rök hafa komið fram um að fresta eigi málinu og augljóst að fulltrúar meirihlutans séu enn og aftur að reyna að fresta því að láta afstöðu sína koma fram.