Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3438
30. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu.
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að Hafnarfjarðarbær þiggi boð Innanríkisráðuneytisins og nýti það tækifæri sem fólgið er í tilraunverkefni um rafrænar íbúakosningar og láti fara fram kosningu um fyrirliggjandi hugmyndir um raforkuframleiðslu og tengda iðnaðarstarfsemi í Krýsuvík. Teljum við það eðlilegt og rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili þar sem mörkuð var og samþykkt umhverfis- og auðlindastefna fyrir sveitarfélagið sem m.a. felur í sér að Hafnarfjörður ætli að vera í fararbroddi sveitarfélaga á Íslandi í umhverfisvernd ætli að stuðla að lýðræðislegri þátttöku íbúa í stefnumótun á viði umhverfisverndar og auðlindanýtingar.


Bæjarráð vísar efni tillögunnar til starfshóps um framtíðarnotkun Krísuvíkursvæðisins.