Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1775
23. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.nóv.sl. Skv. 1. málsgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.
Tillaga um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48% til bæjarstjórnar.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Framlögð tillaga borin upp til atkvæða. 7 greiða atkvæði með tillögunni 3 greiða atkvæði gegn tillögunni og 1 situr hjá.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja óráðið að leggja til lækkun á álagningarhlutfalli útsvars á þessum tímapunkti.
Á sama tíma og sveitarfélagið er hægt og rólega að ná sér eftir afleiðingar efnahagshrunsins og fyrir liggur að nauðsynlegt sé að ráðast í ýmsa brýnar framkvæmdir, s.s. byggingu leik- og grunnskóla, og stórir hópar starfsmanna leggja fram kröfur sínar um mannsæmandi laun þá skýtur það skökku við að ráðast í tekjulækkandi aðgerðir sem augljóst má telja að skili lítilli sem engri aukningu í ráðstöfunartekjum meginþorra bæjarbúa.
Áætlað er að aðgerðin leiði til ríflega 46 milljóna króna tekjulækkunar fyrir bæjarsjóð á næsta ári. Engin rökstuðningur liggur fyrir af hálfu meirihlutans um vænt áhrif af breytingunni, t.d. á stöðu mismunandi tekjuhópa. Miðað við einstakling með meðallaun má þó gróflega áætla að ráðstöfunartekjur hans aukist um 100-200 krónur á mánuði vegna þessarar ákvörðunar. Aðgerð sem kostar bæjarsjóð tugi milljóna en skilar sér sem engu nemur til venjulegs fólks er málamyndaaðgerð sem við getum ekki sæst á að sé skynsamleg miðað við núverandi stöðu.
Eðlilegra væri að bæjarstjórn sameinaðist um það að leita allra leiða til að tryggja að sveitarfélagið geti staðið undir skuldbindingum sínum gagnvart bæjarbúum. Á meðan hundruð einstaklinga sem skilgreindir eru brýnni þörf á biðlistum eftir lögbundinni húsnæðisþjónustu, þegar mikil óvissa ríkir í kjaramálum fjölmennra starfsstétta sveitarfélaga og hagur margra hópa í samfélaginu er óásættanlegur, er ekki hægt að réttlæta slíka aðgerð sem gagnast fæstum að nokkru ráði nema kannski helst þeim sem eru með hæstar tekjurnar og eru í minnstri þörf fyrir þjónustu af hálfu bæjarfélagsins.
Gunnar Axel Axelsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarsson.

Atkvæðagreiðsla er endurtekin. Framkomin tillaga um að álagningarútsvar verði 14,48% er samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum 4 sita hjá.