Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1774
9. nóvember, 2016
Annað
‹ 18
19
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 31.október sl. Tilaga að fjárhagsáætlun lögð fram til afgreiðslu til fyrrri umræðu í bæjarstjórn.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að athugasemd og óskar að eftir að eftirfarandi verði bókað: Með vísan til málflutnings Öddu Maríu Jóhannsdóttur óska ég að eftirfarandi verði fært til bókar sem er samhljóða tölvupósti sem sendur var viðkomandi bæjarfulltrúum:
„Gögn fjárhagsáætlunar hafa verið aðgengileg fyrir bæjarfulltrúa frá 28. október s.l. en þá voru gögnin sett undir fundargátt bæjarráðsfundar 31. október s.l. og þar með aðgengileg öllum bæjarfulltrúum. Kynning á fjárhagsáætlun fór fram á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 27. október. Allir bæjarfulltrúa voru upplýstir um að kynning færi fram þann dag og þeim jafnframt boðið að vera viðstaddir.
Skv. reglum Kauphallar má ekki gera gögn fjárhagsáætlunar opinber fyrr þau hafa verið birt í Kauphöll. Tilkynning fór á Kauphöll kl. 13:24 og samhliða sendur tölvupóstur til bæjarfulltrúa um að trúnaði hefði verið aflétt. Í kjölfarið var fundargátt opnuð og fundarboð sent til bæjarfulltrúa.
Kl. 14:04 var fréttatilkynning síðan send fjölmiðlum.“

Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi kemur að athugasemd.

Tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018 til 2020 er vísað til annarar umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir fundirsköp og leggur fram eftir eftirfarandi bókun: “Bæjarfulltrúi Vinstri Grænna fordæmir harðlega að bæjarfulltrúinn Rósa Guðbjartsdóttir skuli hvorki hafa treyst sér til að rökstyðja né draga til baka þær dylgjur sem hún setti fram á fundinum fyrr í dag um meint vanhæfi bæjarfulltrúa VG."