Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1776
7. desember, 2016
Annað
‹ 10
11
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.nóv. sl. Tekið fyir að nýju og farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017 sem lögð var fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl. Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi breytingu á fjárfestingaáætlun 2017 og vísar henni til bæjarstjórnar: 135 miljónir vegna endurnýjunar á gerfigrasi í Kaplakrika, þar af 70 miljónir árinu 2017. Félagslegar leiguíbúðir 200 milljónir fjárfesting, þar af lántaka 70 milljónir.
Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna mótmæla þeirri forgangsröðun sem sett er fram í breytingu á fjárfestingaráætlun, sem felst í því að fjármagna eigi félagslegar leigu íbúðir með lántöku í því skyni að setja 70 milljónir í endurnýun gerfigrass í Kaplakrika."
13.liður úr fundargerð BÆJH frá 1.des.sl. Rætt um tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn. Bæjarráð samþykkir að leggja til að breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun í samræmi við það sem kemur fram á meðf. minnisblaði.
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 31.október sl. Tilaga að fjárhagsáætlun lögð fram til afgreiðslu til fyrrri umræðu í bæjarstjórn. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að athugasemd og óskar að eftir að eftirfarandi verði bókað: Með vísan til málflutnings Öddu Maríu Jóhannsdóttur óska ég að eftirfarandi verði fært til bókar sem er samhljóða tölvupósti sem sendur var viðkomandi bæjarfulltrúum: „Gögn fjárhagsáætlunar hafa verið aðgengileg fyrir bæjarfulltrúa frá 28. október s.l. en þá voru gögnin sett undir fundargátt bæjarráðsfundar 31. október s.l. og þar með aðgengileg öllum bæjarfulltrúum. Kynning á fjárhagsáætlun fór fram á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 27. október. Allir bæjarfulltrúa voru upplýstir um að kynning færi fram þann dag og þeim jafnframt boðið að vera viðstaddir. Skv. reglum Kauphallar má ekki gera gögn fjárhagsáætlunar opinber fyrr þau hafa verið birt í Kauphöll. Tilkynning fór á Kauphöll kl. 13:24 og samhliða sendur tölvupóstur til bæjarfulltrúa um að trúnaði hefði verið aflétt. Í kjölfarið var fundargátt opnuð og fundarboð sent til bæjarfulltrúa. Kl. 14:04 var fréttatilkynning síðan send fjölmiðlum.“
Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi kemur að athugasemd.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018 til 2020 er vísað til annarar umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram fyrirliggjandi breytingartillögur við fjárhagsáætlun. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Rósa svarar andsvari öðru sinn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svara andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Unnur Lára Bryde.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Fundarhlé kl. 20:10. Fundi framhaldið kl. 20:43.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson gerir stutta athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir gerir stutta athugasemd. Margrét Gauja Magnúsdóttir gerir stutta athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Breytingartillögur bornar upp til atkvæða.

Breytingartillaga frá bæjarráði um breytingar á fjárhagsáætlun skv. fyrirliggjandi minnisblaði. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 4 sita hjá

Breytingartillaga frá umhverfis- og framkvæmdaráði, 135 miljónir vegna endurnýjunar á gerfigrasi í Kaplakrika, þar af 70 miljónir árinu 2017.
Félagslegar leiguíbúðir 200 milljónir fjárfesting, þar af lántaka 70 milljónir. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. 5 sita hjá.

Fjárhagsáætlun 2017 svo breytt borinn undir atkvæði. Samþykkt um 7 samhljóða atkvæðum, 4 sita hjá.

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar 2018 til 2020 borin undir atkvæði. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 4 sita hjá.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
Hafnarfjörður horfir móti sól
- framkvæmdir auknar og þjónustan efld.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2017-2020 ber þess glöggt merki að umbætur á rekstri sveitarfélagsins eru farnar að skila tilætluðum árangri. Aðgerðirnar sem farið var í í kjölfar rekstrarúttektar hafa einkum falist í endurskipulagningu verkefna og útboðum á stórum þjónustuþáttum auk almenns aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Lögð hefur verið áhersla á að greiða niður skuldir, framkvæma fyrir eigið fé, auka þjónustu sveitarfélagsins og lækka gjöld og álögur á bæjarbúa. Útlit er fyrir að hægt verði að halda áfram á þeirri braut.
Áætlun fyrir 2017 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu, sem nemur um 554 milljónum króna á A og B hluta, og umtalsverðri aukningu í veltufé frá rekstri, og að veltufé verði 14,3% af heildartekjum eða 3,4 milljarðar króna.
Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið verði í árslok 2016 150,9% og verði komið í 142% í lok ársins 2017. Það er mikilvægur áfangi því þar með losnar Hafnarfjarðarbær undan eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið í gangi síðastliðin sjö ár.
Uppbygging framundan
Rekstrargjöld bæjarins fyrir fjármagnsliði aukast um 1,5 milljarð á árinu 2017 frá fjárhagsáætlun 2016, en þar vega þyngst launahækkanir, almennar verðlagshækkanir, og aukin útgjöld til nýrra verkefna á árinu samtals um 390 milljónum króna. Meðal nýrra verkefna eru 180 milljóna króna aukin framlög til ýmissa verkefna í leik- og grunnskólum, 64 milljón króna aukning til fjölskylduþjónustu, 17,5 milljónir króna til menningarmála, 50,5 milljóna króna aukning vegna starfsmannamála, upplýsingamála og heilsueflandi samfélags og framkvæmdir aukast um 1.859 milljónir króna og um 100 milljónum króna verður bætt í viðhald og hreinsun bæjarins.
Helstu framkvæmdir á vegum bæjarins verða við nýjan leik- og grunnskóla í Skarðshlíð, æfinga- og kennsluhúsnæði hjá Haukum á Ásvöllum, endurnýjun á gervigrasi hjá FH á Kaplakrika, um hálfum miljarði verður varið í framkvæmdir við mislæg gatnamót, hringtorg við Velli og undirbúning vegna Ásvallabrautar. Auk þess verða framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í samstarfi við ríkið. Í lok árs 2016 var 100 milljónum króna varið til kaupa á húsnæði til félagslegra nota og verður því verkefni haldið áfram á árinu 2017 með 200 milljóna króna framlagi í málaflokkinn.
Útsvar Hafnarfjarðarbæjar lækkar úr 14,52% í 14,48% og er það í fyrsta skipti frá a.m.k. árinu 1998 sem útsvarið er ekki í hámarki hjá sveitarfélaginu. Álagningaprósenta fasteignaskatts og holræsa- og vatnsgjalds lækkar á milli ára á íbúðarhúsnæði gagngert til að jafna út umtalsverða hækkun á fasteignamati. Fjórða árið í röð verða leikskólagjöld óbreytt, og er því um raunlækkun þeirra að ræða, frístundastyrkir og systkinaafsláttur eykst og niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækka.
Ábyrgur framtíðarbær
Áætlunin sem hér hefur verið samþykkt ber með sér að hægt er að ná umtalsverðum árangri í rekstri sveitarfélags sé rétt á málum haldið og ábyrgð og aðhald haft í forgrunni. Fjárhagsleg endurreisn Hafnarfjarðarbæjar er orðin að veruleika. Áherslur áætlunarinnar eru fjölskylduvænar, uppbyggilegar og ábyrgar. Markmiðin eru skýr og framtíðarsýnin björt. Það birtir til í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir,
Kristinn Andersen
Unnur Lára Bryde
Ólafur Ingi Tómasson
Helga Ingólfsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir
Einar Birkir Einarsson


Til máls tekur, og leggur fram eftirfarand bókun Samfylkingarinnar og VG vegna fjárhagsáætlunar 2017: Ljóst er að fjárhagur sveitarfélaga á Íslandi er að batna frá efnahagshruni 2008. Tekjur eru að aukast með hækkun launa og þar af leiðandi aukins útsvars til sveitafélaga. Hafnarfjarðarbær er þar engin undantekning og er vinna síðustu átta ára sömuleiðis að skila sér í batnandi efnahag bæjarins. Batnandi fjárhagur gefur ástæðu til að bæta þjónustu við bæjarbúa og því eðlilegt að við sjáum merki þess í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
Það er jákvætt að verið sé að skila til baka einhverju af þeim mikla niðurskurði sem ráðist var í árið 2015 s.s. að bæta við þróunarsjóð leik- og grunnskólans og auka viðhaldsfé til fasteigna sveitarfélagsins.
Aukinn systkinaafsláttur fyrir börn á leikskóla mun skila sér til barnmargra fjölskyldna og þeim mun einnig gagnast vel að dvalargjöld á leikskóla verði ekki hækkuð. Fjölgun undirbúningsstunda leikskólakennara eru framför fyrir það skólastig og aukin fjárveiting til verk- og listgreina í grunnskólum bæjarins er jákvætt skref fram á við. Aukin niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra dregur sömuleiðis úr útgjaldabyrði þeirra fjölskyldna sem nýtir þá þjónustu en endurspeglar um leið þá stefnu núverandi meirihluta að mæta þjónustuþörf yngstu barnanna með því þjónustuformi en ekki í leikskólum.
Það er sömuleiðis leikur að orðalagi að segja að verið sé að auka framlög þegar í mörgum tilvikum er einungis verið að skila tilbaka því sem skorið var niður á fyrra ári. Á fyrri hluta kjörtímabilsins hefur fjórum leikskólaúrræðum verið lokað og brýnt að huga að frekari uppbyggingu leikskóla í barnmörgum hverfum. Engin teikn eru þó á lofti um fjölgun leikskóla eða leikskólaplássa á næsta ári né í 3 ára áætlun sem vekur upp spurningar um metnað meirihlutans í að mæta þörf íbúanna fyrir leikskólapláss í viðkomandi skólahverfum eða til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Skattalækkun á kostnað barnafjölskyldna
Bæjarbúar munu langflestir ekki finna neinn merkjanlegan mun á ráðstöfunartekjum sínum vegna samþykktrar lækkunar á álagningarprósentu útsvars en hækkanir á gjaldskrám fyrir veitta þjónustu umfram verðlagshækkanir þyngja aftur á móti róður þeirra fjölskyldna sem eru í mestri þörf fyrir þjónustu, ekki síst barnafjölskyldna. Þannig eru gjaldskrár flestra þjónustuþátta hækkaðar um 3,9% þrátt fyrir að fyrirliggjandi þjóðhagsspá geri ráð fyrir 2,4% verðbólgu á næsta ári.
Dugar ekki fyrir hálfum kaffibolla
Ef miðað er við meðallaun má reikna með að lækkun útsvars leiði til aukningar í ráðstöfunartekjum einstaklings á vinnumarkaði sem nemur rétt um 200 krónum á mánuði. Til þess að setja það í eitthvað samhengi dugar sú upphæð ekki fyrir hálfum kaffibolla en tekjutap bæjarins vegna þessarar glórulausu aðgerðar er áætlað yfir 46 milljónir króna á næsta ári.
Dregið úr bolmagni til að mæta kjarakröfum kennara
Á sama tíma og meirihlutinn í Hafnarfriði hreykir sér af því að hafa lækkað skatta stendur sveitarfélagið ásamt öðrum sveitarfélögum frammi fyrir kröfu fjölmennra starfsstétta um bætt launakjör. Í greinargerð með fjárhagsáætlun kemur fram að gert sér ráð fyrir svigrúmi til að koma til móts við þær kröfur. Þegar tekið er tillit til fjölgunar nemenda á næsta ári og samsvarandi fjölgunar í starfsliði grunnskólans stendur hinsvegar eftir takmarkað svigrúm til launahækkanna. Það er a.m.k. erfitt að sjá hvernig það eigi að duga til að mæta þeim útgjaldauka sem gera má ráð fyrir að nýir samningar við grunnskólakennara leiði til.
Þó það sé vissulega gott að fulltrúar meirihlutans komi hreint fram í afstöðunni sinni til framkominnar kröfu m.a. grunnskólakennara um launahækkanir er erfitt að sjá hvernig afstaða þessara tveggja hópa verður samþætt í friðsamlega lausn sem starfsfólk sveitarfélagsins getur fallist á að sé sanngjörn og raunsæ. Að ráðast í flatar skattalækkanir sem m.a. þessir hópar munu lítið sem ekkert finna fyrir í formi bættra lífskjara verður þeim mun óskiljanlegra þegar sú ákvörðun er sett í samhengi við þá stöðu sem blasir við á í kjaramálum þessara starfsstétta.
Grunnrekstur bæjarsjóðs í járnum
Í fyrirliggjandi áætlun er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta bæjarsjóðs upp á um 45 milljónir króna á næsta ári, eða sem nemur um 0,2% af áætluðum tekjum. Það er því ljóst að afar lítið má út af bregða svo niðurstaðan verði neikvæð. Í ljósi fyrirliggjandi óvissu um stóra útgjaldaliði, m.a. tengda kjarasamningum stórra starfstétta, verður áðurnefnd skattalækkun enn óskiljanlegri en ella, enda ljóst að grunnsrekstur gefur ekkert tilefni til að ráðast í tekjulækkandi aðgerðir.
Yfir 90% af áætluðum rekstrarafgangi úr B-hluta
Það sem vekur ekki hvað síst athygli í fyrirliggjandi áætlun er að yfir 90% af áætluðum rekstrarafangi á að koma frá B-hluta bæjarsjóðs. B-hluta tilheyra stofnanir sveitarfélagsins, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og fjármagnaðar eru með þjónustugjöldum, svo sem vatns- og fráveita. Þjónustugjöld þeirra mega lögum samkvæmt ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við að veita umrædda þjónustu til lengri tíma. Nemur áætluð rekstrarniðurstaða þessara þjónustustofnana rúmum 509 milljónum króna, eða sem nemur tæplega 25% af áætluðum tekjum þeirra.
Lögbundin verkefni ekki í forgangi
Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir mörgum mikilvægum verkefnum en forgangsröðun þeirra er með þeim hætti að fulltrúar minnihlutans geta ekki stutt hana. Sveitafélög bera ábyrgð á og hafa lögbundna skyldu til þess að leysa húsnæðisþörf þeirra íbúa sem þurfa aðstoð við húsnæðisöflun sbr. 5. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Einungis á að veita 200 milljónum til byggingar eða kaupa á félagslegum íbúðum sem dugar skammt til þess að bregðast við húsnæðisvanda þeirra 161 einstaklinga og fjölskyldna sem eru nú á biðlista og í brýnni húsnæðisþörf á meðan meira fjármagni á að veita til uppbyggingar íþróttamannvirkja á næstu árum.
Heilt yfir ber fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 með sér þá staðreynd að hagvöxtur er að aukast og ytri aðstæður eru hagfelldar. Hafnarfjörður nýtur góðs af því líkt og önnur sveitarfélög á landinu. Það er því sannarlega kominn tími til að bæta í og auka fjármagn í ýmsa málaflokka, ekki síst eftir mikinn niðurskurð í fjárhagsáætlun þessa árs. Það er þó ýmislegt í þessari áætlun sem sýnir enn á ný ólíka forgangsröðun flokka. Sýndarlækkanir gera lítið fyrir bæjarbúa á meðan hækkanir á gjaldskrám umfram verðlagshækkanir munu leggja auknar byrðar á þá sem síst þurfa á því að halda. Ekkert er rætt um aukningu í forvarnarmál í Hafnarfirði né er minnst á átök í umhverfismálum hjá þriðja stærsta sveitarfélagi landsins. Þá hefðum við viljað sjá stærri skref tekin í húsnæðismálum og meiri metnað í fjölgun leikskólaplássa. Í þessum atriðum birtist forgangsröðun sem okkur hugnast ekki, en sýnir kannski best muninn á hugmyndafærði flokka, muninn á vinstri og hægri.
Gunnar Axel Axelsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Adda María Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir