Flatahraun 29, dagsektir, ólögleg búseta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 618
22. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Dagsektir vegna ólöglegrar búsetu á efri hæð hússins teknar til afgreiðslu. Eigandi fékk bréf, dagsett 27.05.2016,um væntanlegar dagsektir.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að 0201 og 0202, í samræmi við 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010. Skrifstofuhúsnæði hefur verið innréttað sem íbúðarhúsnæði án leyfa og ólögleg búseta er í því húsnæði.