Ungmennaráð, hæfileikakeppni grunnskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1768
22. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaþingi/ráði Eins og sum ykkar vitið þá er árlega haldið listakeppni sem ber nafnið Skrekkur, hingað til hefur hún bara verið fyrir Reykjavík. Við vonumst til að komast með í þessa keppni eða þá til að hafa undanúrslit Hafnarfjarðar og tveir bestu skólarnir myndu þá keppa. Okkur finnst mikilvægt að ungmenni eins og við fáum tækifæri til þess að tjá okkur listrænt og ég veit að ef við fáum að keppa þá aukast listrænir og hugrænir hæfileikar ungmenna í Hafnarfirði. Því legg ég til að Eva Rut Reynisdóttir og ég, Breki förum á fund með starfsfólki skrifstofu tómstundamál og skoðum hvort og hvernig megi vinna að þessu.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.