Ungmennaráð, aukið aðgengi að smokkum og dömubindum, sjálfssalar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1768
22. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaþingi/ráð. Hugmyndin með smokkasjálfsalann væri þá að koma upp vélum inná salernin í unglingadeild skólanna þar sem þú borgar 100 krónur og þá útvegar vélin þér einn smokk. Við gerum okkur grein fyrir því að sumir foreldrar gætu verið á móti þessu og sagt að við séum að ýta undir kynlíf hjá ungmönnum. Við viljum meina að við séum að ýta undir öruggt kynlíf hjá þeim ungmönnum sem kjósa að stunda kynlíf. Þannig komum við í veg fyrir smitun kynsjúkdóma og ótímabærar þungunnar. Okkur í ungmennaráðinu fannst þetta frábær hugmynd einnig vegna þess að sum, en þó ekki öll, ungmenni sem þora ekki að versla sér smokka myndu þá taka sénsinn á því að stunda kynlíf án hans. Ástæða þess að ungmennin hafa komið með þessar tillögur til okkar er vegna þess að þau finna til óþæginda við að fara í verslun og kaupa sér smokka.
Það voru margar tillögur sem komu frá stelpum með að fá dömubindasjálfsala inná salernin í skólunum sínum. Þegar við ræddum um þessar tillögur á hittingi ungmennaráðs komum við að þeirri niðurstöðu að hafa körfu með dömubindum og túrtöppum inná salernum skólanna eins og er oft séð til á vinnustað. Ástæðan er sú að við viljum að stelpurnar hafi fullan aðgang að þessum nauðsynjum. Við myndum vilja hafa þessar körfur á salernum í bæði miðdeild og unglingadeild þar sem stelpur byrja á mismunandi aldri, sumar byrja í 6.bekk á meðan aðrar byrja í 10.bekk. Stelpurnar hafa komið með þessar tillögur vegna þess að hjúkrunarfræðingur skólans er ekki alltaf viðstaddur og aðrar einfaldlega þora ekki að spyrja hann eða hana um dömubindi. Það eru oft einhverjar stelpur sem eru ávallt með dömubindi eða túrtappa með sér en meiri hlutinn hefur ekki þessa hluti með sér. Við í ungmennaráðinu myndum því vilja að keyptar væru þessar körfur inná salernin og þær yrðu ávallt með dömuhreinlætisvörum. Dömubindin og túrtapparnir sem eru hjá hjúkrunarfræðingi yrðu þá í þessum körfum í stað þess að vera inná hans/hennar stofu. Það yrði þá hluti af starfi hjúkrunarfræðings að fylla á körfurnar á hverjum morgni.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.