Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3438
30. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði sem nýtt er vegna ferðaþjónustu.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi mæta á fundinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að móta framtíðarstefnu bæjarins í uppbyggingu ferðaþjónustu i Hafnarfjarðarbæ. M.a. verði skoðað hvernig rekstur gistiheimila og airbnb verði heimiluð í bæjarfélaginu, hvernig álagningu fasteignaskatts verði háttað vegna slíks rekstrar o.s.frv. Með hópnum starfi byggingarfulltrúi, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og aðrir þeir starfsmenn bæjarfélagins sem stafshópurinn kallar til. Samið verði erindisbréf fyrir starfshópinn sem lagt verði fyrir næsta bæjarráðsfund og þá fari fram skipan í hópinn.